Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 15:05 Lögreglan mætti í ráðuneytið og fóru mótmælendur þá út þar sem lögreglan hótaði því að annars yrðu mótmælendur handteknir. vísir/vilhelm Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12
Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35
Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00