Elvar reyndist hetja liðsins Hjörvar Ólafsson skrifar 15. apríl 2019 09:00 Elvar á HM í janúar. vísir/epa Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu. EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn