Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 19:13 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn hluthafa segja að til standi að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags. Þeir eru þó ekki tilbúnir að koma fram undir nafni. Á vefnum www.hluthafi.com er gefið upp tölvupóstfang og sendi fréttastofa fyrirspurn þangað. Svar barst nú síðdegis þar sem kemur fram að þeir sem hafa skráð sig í áskrift verði boðið á stofnfund hlutfélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. Forsvarsmenn Hluthafa segjasta vera nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“. Í svari til fréttastofu segjast þeir starfa eftir lögum um hlutafélög. Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild. Svar forsvarsmanna hluthafa.com má sjá hér fyrir neðan:Okkur hjá hluthafi.com hafa borist fyrirspurnir varðandi hópinn, sem stendur á bak við hluthafi.com. Við viljum benda á að við störfum eftir lögum um hlutafélög 1995 nr. 2 30. Janúar með síðari breytingum.12. gr. Ákvörðun um stofnun félags skal tekin á stofnfundi. Ef áskrift fæst að öllum hlutum á stofnfundi og allir viðurkenndir áskrifendur eru sammála þar um er unnt að taka ákvörðun um stofnun félagsins án frekari funda. Sé svo ekki skulu stofnendur boða alla áskrifendur til stofnfundar. Um stofnfundinn gilda reglur laga þessara og samþykkta félagsins um hluthafafundi. Stofnendur skulu sjá um að áskriftarskrár og þeir samningar og gögn sem fylgja stofnsamningi séu til sýnis fyrir áskrifendur í eina viku fyrir stofnfund á stað sem greinir í fundarboði. Á stofnfundi skulu stofnendur leggja fram stofnsamning og öll þau skjöl sem um ræðir í 3. mgr. ásamt skrá yfir þann fjölda hluta sem stofnendur hafa samþykkt, skiptingu hlutafjárins á einstaka áskrifendur og skýrslu um það fé sem þegar hefur verið greitt. Þessar upplýsingar skal færa til bókar.Stofnun félags á grundvelli 12. greinar hlutafélagalaga hefur ekki farið fram. Ef og þegar slík stofnun almenningshlutafélags fer fram, þá verður öllum þeim, sem hafa skráð sig fyrir áskrift boðið á stofnfund. Á þeim fundi kjósa hinir nýju hluthafar stjórn.Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.Fjölmiðlum gefst kostur á að senda fyrirspurnir fyrir klukkan 19.00 í kvöld 14.04.2019.Við vonumst til að geta svarað, sem flestum spurningum í yfirlýsingu, sem við sendum á morgun eða þriðjudag.Virðingarfyllst,Hluthafi.com WOW Air Tengdar fréttir Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Forsvarsmenn hluthafa segja að til standi að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags. Þeir eru þó ekki tilbúnir að koma fram undir nafni. Á vefnum www.hluthafi.com er gefið upp tölvupóstfang og sendi fréttastofa fyrirspurn þangað. Svar barst nú síðdegis þar sem kemur fram að þeir sem hafa skráð sig í áskrift verði boðið á stofnfund hlutfélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. Forsvarsmenn Hluthafa segjasta vera nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“. Í svari til fréttastofu segjast þeir starfa eftir lögum um hlutafélög. Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild. Svar forsvarsmanna hluthafa.com má sjá hér fyrir neðan:Okkur hjá hluthafi.com hafa borist fyrirspurnir varðandi hópinn, sem stendur á bak við hluthafi.com. Við viljum benda á að við störfum eftir lögum um hlutafélög 1995 nr. 2 30. Janúar með síðari breytingum.12. gr. Ákvörðun um stofnun félags skal tekin á stofnfundi. Ef áskrift fæst að öllum hlutum á stofnfundi og allir viðurkenndir áskrifendur eru sammála þar um er unnt að taka ákvörðun um stofnun félagsins án frekari funda. Sé svo ekki skulu stofnendur boða alla áskrifendur til stofnfundar. Um stofnfundinn gilda reglur laga þessara og samþykkta félagsins um hluthafafundi. Stofnendur skulu sjá um að áskriftarskrár og þeir samningar og gögn sem fylgja stofnsamningi séu til sýnis fyrir áskrifendur í eina viku fyrir stofnfund á stað sem greinir í fundarboði. Á stofnfundi skulu stofnendur leggja fram stofnsamning og öll þau skjöl sem um ræðir í 3. mgr. ásamt skrá yfir þann fjölda hluta sem stofnendur hafa samþykkt, skiptingu hlutafjárins á einstaka áskrifendur og skýrslu um það fé sem þegar hefur verið greitt. Þessar upplýsingar skal færa til bókar.Stofnun félags á grundvelli 12. greinar hlutafélagalaga hefur ekki farið fram. Ef og þegar slík stofnun almenningshlutafélags fer fram, þá verður öllum þeim, sem hafa skráð sig fyrir áskrift boðið á stofnfund. Á þeim fundi kjósa hinir nýju hluthafar stjórn.Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.Fjölmiðlum gefst kostur á að senda fyrirspurnir fyrir klukkan 19.00 í kvöld 14.04.2019.Við vonumst til að geta svarað, sem flestum spurningum í yfirlýsingu, sem við sendum á morgun eða þriðjudag.Virðingarfyllst,Hluthafi.com
WOW Air Tengdar fréttir Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12