Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 13:45 Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan. Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan.
Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira