Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 14:15 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira