Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 20:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur endir undirritun kjarasamninga. Þar er nýtt ákvæði um styttingu vinnutímans hjá VR. Vísir/Vilhelm Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira