Handbolti

Þýskaland með öruggt sæti á EM

Dagur Lárusson skrifar
Uwe Gens­heimer átti góðan leik.
Uwe Gens­heimer átti góðan leik. vísir/getty
Þýskaland bar sigurorð á Póllandi í undankeppni EM í handbolta í dag en leikurinn endaði 29-24 en með sigrinum er Þýskland búið að tryggja sér sæti á EM á næsta ári.

 

Fyrir leikinn var Þýskaland með fullt hús stiga í riðli 1 á meðan Pólland var með aðeins tvö stig. Leikurinn var heldur jafn til að byrja með en Pólland var þó yfirleitt alltaf með forystuna þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn í hálfleiknum 16-16.

 

Í seinni hálfleiknum tóku Þjóðverjar hinsvegar við sér og skoruðu fyrstu fjögur mörk hálfleiksins og því komnir með fjögurra marka forystu. Náðu Þjóðverjar að verja forystuna til leiksloka og bæta við hana undir lokin og sigur þeirra því staðreynd. Lokastaðan 29-24.

 

Uwe Gens­heimer átti stór­leik fyr­ir Þýska­land og skoraði tíu mörk. Eftir leikinn er Þýskaland búið að tryggja sér farseðilinn á EM á næsta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×