Svartir og sætir páskar Ásdísar Ránar Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. apríl 2019 11:00 Ásdís Rán kynntist ríkri tækifærisgjafamenningu í Búlgaríu og finnst Íslendingar mega bæta sig verulega í þeim efnum. Ásdís Rán sér fegurðina í hinu svarta og byrjaði að flytja svartar Metanoa-rósir til landsins um jólin. Sjálf heillaðist hún af rósunum í Búlgaríu en þær vaxa í Afríku og eru að hennar sögn meðal sjaldgæfustu blóma veraldar. „Þetta er tilvalin tækifærisgjöf sem gefur fólki ótal möguleika til þess að tjá tilfinningar sínar, segja „takk“, „fyrirgefðu“, „ég elska þig“ og svo framvegis,“ segir Ásdís Rán sem tengir rósirnar núna páskunum með súkkulaðieggjum í stíl. „Ég er rosa mikill sælkeri og fagurkeri og er mikið fyrir að nýta allar hátíðir til þess að gefa fólki eitthvað fallegt. Þannig að mér datt í hug að sameina þetta tvennt, svartar rósir og páskaegg. Þetta er flott tvenna fyrir þá sem vilja færa elskunni sinni eitthvað aðeins öðruvísi yfir hátíðarnar.“ Þegar Ásdís Rán fékk hugmyndina að svarta súkkulaðiegginu segir hún að í sínum huga hafi ekkert annað komið til greina en að leita til Hafliða Ragnarssonar, hins margverðlaunaða konfektgerðarmanns í Mosfellsbakaríi. „Þannig að ég bara boðaði hann á fund og honum fannst þetta það skemmtileg hugmynd að hann ákvað að slá til þótt hann sé ótrúlega upptekinn og náttúrlega brjáluð vertíð hjá honum við að búa til öll þessi páskaegg,“ segir Ásdís Rán, hæstánægð með afrakstur samstarfs hennar og Hafliða. „Þetta er rosalega flott og örugglega eins fallegt og páskaegg geta orðið, svört með gyllingu í glæsilegum kúpli með svörtum borða,“ segir Ásdís Rán og bætir við að það hafi ekkert vafist fyrir Hafliða að sverta dökkt súkkulaðið almennilega. „Hann er með þetta allt á hreinu og húðaði þau bara. Ætli þetta sé ekki bara eins og að sprauta bíl?“ segir hún og hlær.Svartir páskar Guli liturinn hefur löngum verið tengdur við páskana en Ásdís Rán sér ekkert því til fyrirstöðu að sverta hátíðina aðeins. „Svartur er tískulitur og mér finnst hann mjög fallegur auk þess sem margir vilja bara svart þannig að af hverju ekki svartir páskar? Mér finnst það bara svakalega kúl.“ Hún er að sjálfsögðu búin að smakka herlegheitin og segir að Hafliði svíki ekki frekar en fyrri daginn þegar bragðgæðin eru annars vegar. „Þetta er gert úr dökku súkkulaði þannig að þetta er ketó-vænt líka fyrir alla ketó-brjálæðingana. Síðan er eitthvert eðal sælgæti frá Hafliða inni í egginu líka.“ Ásdís Rán segir rósina og eggið vera óaðskiljanlega tvennu og að þau verði ekki seld hvort í sínu lagi. „Þetta mun einungis fást núna um páskana og saman kosta rósin og eggið 16.900 krónur. Það er hægt að panta á vefnum á metanoadelarose. is eða á Facebook-síðu Metatona Iceland og svo verður þetta líka selt í bakaríunum hjá Hafliða eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tímamót Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Ásdís Rán sér fegurðina í hinu svarta og byrjaði að flytja svartar Metanoa-rósir til landsins um jólin. Sjálf heillaðist hún af rósunum í Búlgaríu en þær vaxa í Afríku og eru að hennar sögn meðal sjaldgæfustu blóma veraldar. „Þetta er tilvalin tækifærisgjöf sem gefur fólki ótal möguleika til þess að tjá tilfinningar sínar, segja „takk“, „fyrirgefðu“, „ég elska þig“ og svo framvegis,“ segir Ásdís Rán sem tengir rósirnar núna páskunum með súkkulaðieggjum í stíl. „Ég er rosa mikill sælkeri og fagurkeri og er mikið fyrir að nýta allar hátíðir til þess að gefa fólki eitthvað fallegt. Þannig að mér datt í hug að sameina þetta tvennt, svartar rósir og páskaegg. Þetta er flott tvenna fyrir þá sem vilja færa elskunni sinni eitthvað aðeins öðruvísi yfir hátíðarnar.“ Þegar Ásdís Rán fékk hugmyndina að svarta súkkulaðiegginu segir hún að í sínum huga hafi ekkert annað komið til greina en að leita til Hafliða Ragnarssonar, hins margverðlaunaða konfektgerðarmanns í Mosfellsbakaríi. „Þannig að ég bara boðaði hann á fund og honum fannst þetta það skemmtileg hugmynd að hann ákvað að slá til þótt hann sé ótrúlega upptekinn og náttúrlega brjáluð vertíð hjá honum við að búa til öll þessi páskaegg,“ segir Ásdís Rán, hæstánægð með afrakstur samstarfs hennar og Hafliða. „Þetta er rosalega flott og örugglega eins fallegt og páskaegg geta orðið, svört með gyllingu í glæsilegum kúpli með svörtum borða,“ segir Ásdís Rán og bætir við að það hafi ekkert vafist fyrir Hafliða að sverta dökkt súkkulaðið almennilega. „Hann er með þetta allt á hreinu og húðaði þau bara. Ætli þetta sé ekki bara eins og að sprauta bíl?“ segir hún og hlær.Svartir páskar Guli liturinn hefur löngum verið tengdur við páskana en Ásdís Rán sér ekkert því til fyrirstöðu að sverta hátíðina aðeins. „Svartur er tískulitur og mér finnst hann mjög fallegur auk þess sem margir vilja bara svart þannig að af hverju ekki svartir páskar? Mér finnst það bara svakalega kúl.“ Hún er að sjálfsögðu búin að smakka herlegheitin og segir að Hafliði svíki ekki frekar en fyrri daginn þegar bragðgæðin eru annars vegar. „Þetta er gert úr dökku súkkulaði þannig að þetta er ketó-vænt líka fyrir alla ketó-brjálæðingana. Síðan er eitthvert eðal sælgæti frá Hafliða inni í egginu líka.“ Ásdís Rán segir rósina og eggið vera óaðskiljanlega tvennu og að þau verði ekki seld hvort í sínu lagi. „Þetta mun einungis fást núna um páskana og saman kosta rósin og eggið 16.900 krónur. Það er hægt að panta á vefnum á metanoadelarose. is eða á Facebook-síðu Metatona Iceland og svo verður þetta líka selt í bakaríunum hjá Hafliða eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tímamót Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira