Bókin sem átti aldrei að koma út Forlagið kynnir 12. apríl 2019 11:45 Gunnar Helgason rithöfundur hefur sent frá sér nýja bók um fótboltakrakkana Jón og Rósu og vini þeirra. Forlagið Barist í Barcelona er titill glænýrrar bókar Gunnars Helgasonar. Þetta er fimmta bókin í seríunni Fótboltasagan mikla en áður hafa komið út, Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg. En, þessi bók átti víst aldrei að koma út. „Nei, nei, þessum kafla í lífi mínu var lokið. Ég ætlaði ekki að skrifa fleiri fótboltabækur,“ segir Gunni.Útgáfuhóf var haldið í Smáralind og þar ljóstraði Gunni loks upp um titil bókarinnar. Krakkarnir sem giskuðu á rétt nafn fengu bók að launum.Aðdáendur bókanna hafi hins vegar ekki látið hann komast upp með það, enda vinsældir seríunnar miklar og búið að gera bæði bíómynd og sjónvarpsþætti upp úr Víti í Vestmannaeyjum. „Allsstaðar þar sem ég kom í heimsókn í skóla til að lesa upp úr bókinni minni Sigga sítrónu, báðu krakkarnir og aðallega stelpurnar, um nýja fótboltabók og vildu helst að hún fjallaði um Rósu. Ég sagði alltaf bara, „nei, nei, nei þetta er alveg búið.“ Svo spurði ein; „Af hverju gerirðu ekki bók þar sem bæði Rósa og Jón segja frá?“ Og þá bara small eitthvað í hausnum á mér og allt fór á fleygiferð,“ segir Gunni. Þegar góðar hugmyndir kvikni verði að fylgja þeim eftir. „Ég dreif bara í þessu. Fór til Barcelona og kynnti mér aðstæður. Fékk heilan dag með starfsmanni FC Barcelona sem leiddi mig um allt svæðið og fór með mig á völlinn. Ég varð alveg heillaður og heilaþveginn. Barcelona er örugglega eina liðið í heiminum sem hefur manngæskuna að leiðarljósi,“ segir Gunni upprifinn. Hann hafi skrifað hugmyndafræði liðsins inn í bókina. „Ég sett inn í aukaefnið aðeins um heimspekina sem þeir byggja á, hvernig manneskjan eigi að plumma sig í þessum flókna heimi snjalltækja og snapchatts og líkamsdýrkunar. Ég mæli sérstaklega með því að foreldrar lesi þann hluta vel,“ segir Gunni. Hann muni ekkert um að hjálpa fólki aðeins með uppeldið.Fjöldi ungra lesenda mætti í útgáfuhófið og hlustaði hópurinn með athygli á upplestur Gunna.Nafnið var leyndarmálÍ útgáfuhóf í Smáralind kom nafn bókarinnar einnig í ljós en mikið laumuspil hafði verið kringum það. Vitað var að orðið Barcelona væri í titlinum en svo máttu krakkar giska á hvað bókin myndi heita og senda inn. „Þetta var ótrúlega spennandi leikur. Það komur tillögur eins og Bræður í Barcelona og Bakfallsspyrna í Barcelona og fleiri og fleiri. Ég upplýsti loks um nafnið í útgáfuhófinu og þá titruðu krakkarnir af spenningi. Átta krakkar giskuðu á rétt og fengu að sjálfssögðu bók að launum,“ segir Gunni. Sögusvið bókarinnar er sem sagt Barcelona en Jón og félagar eru mættir í fótboltaakademíu FC Barcelona í prufur. Á sama tíma er Rósa að keppa á riðlamóti í borginni með U17 landsliðinu. „Við fylgjumst með þeim báðum og þau segja bæði frá. Strákarnir reyna að slá í gegn og gleyma kannski sjálfum sér aðeins í því og Rósa er með nýjan þjálfara sem stelpunum finnst glataður og eru fúlar yfir því að strákarnir í unglingalandsliðinu fengu Eið Smára sem þjálfara. Það gengur á ýmsu í sögunni en í grunninn er hún um að dreyma stórt en gleyma ekki að vera maður sjálfur,“ segir Gunni sem stoppaði ekki lengi við eftir útgáfuhófið heldur þeyttist strax út á land að kynna bókina. „Ég var að lesa fyrir krakka á Grenivík og er á leiðinni út á Árskógsströnd og svo í fleiri skóla í Eyjafirði. Ég á síðan eftir að senda bréf á skólana á Suðurlandi og bjóða þeim að fá mig í heimsókn,“ segir hann hress. Enda hafði upplesturinn á Grenivík gengið vel.Hringdi í mömmu fyrir framan allan bekkinn„Þetta var bara stórkostlegt, ótrúlega gaman. Ég fékk eina spurningu úr sal, strákur spurði af hverju Jón væri lifandi? Jón var náttúrlega skotinn í öxlina í síðustu bók og næstu blaðsíður eftir þann atburð voru svartar. Strákurinn hafði þá ekkert lesið lengra og hélt bara að Jón væri dáinn og allt búið. Mamma hans hafði líka sagt að þetta væri greinilega allt of sorgleg saga og hann skyldi leggja bókina frá sér,“ segir Gunni hlæjandi. „Þetta fannst mér auðvitað alveg ómögulegt og hringdi bara beint í mömmu stráksins, fyrir framan krakkana og hafði hana á speaker meðan ég útskýrði málið, að það yrði að klára bækurnar! Stráknum fannst ég kannski dálítið harður við mömmu hans, fyrir framan allan skólann! en hún tók þessu mjög vel. Eftir upplesturinn sýndu krakkarnir mér atriði úr Mamma Mía sem þau frumsýndu á miðvikudaginn. Það var æðislega skemmtilegt. Krakkar eru alltaf svo góðir!!!“ segir Gunni.Koma þá fleiri fótboltabækur? Ja, um leið og ég fór að stað með þessa sá ég auðvitað strax fyrir mér hvað gæti gerst í næstu þremur bókum! En Það verður bara að koma í ljós.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við Forlagið. Börn og uppeldi Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Barist í Barcelona er titill glænýrrar bókar Gunnars Helgasonar. Þetta er fimmta bókin í seríunni Fótboltasagan mikla en áður hafa komið út, Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg. En, þessi bók átti víst aldrei að koma út. „Nei, nei, þessum kafla í lífi mínu var lokið. Ég ætlaði ekki að skrifa fleiri fótboltabækur,“ segir Gunni.Útgáfuhóf var haldið í Smáralind og þar ljóstraði Gunni loks upp um titil bókarinnar. Krakkarnir sem giskuðu á rétt nafn fengu bók að launum.Aðdáendur bókanna hafi hins vegar ekki látið hann komast upp með það, enda vinsældir seríunnar miklar og búið að gera bæði bíómynd og sjónvarpsþætti upp úr Víti í Vestmannaeyjum. „Allsstaðar þar sem ég kom í heimsókn í skóla til að lesa upp úr bókinni minni Sigga sítrónu, báðu krakkarnir og aðallega stelpurnar, um nýja fótboltabók og vildu helst að hún fjallaði um Rósu. Ég sagði alltaf bara, „nei, nei, nei þetta er alveg búið.“ Svo spurði ein; „Af hverju gerirðu ekki bók þar sem bæði Rósa og Jón segja frá?“ Og þá bara small eitthvað í hausnum á mér og allt fór á fleygiferð,“ segir Gunni. Þegar góðar hugmyndir kvikni verði að fylgja þeim eftir. „Ég dreif bara í þessu. Fór til Barcelona og kynnti mér aðstæður. Fékk heilan dag með starfsmanni FC Barcelona sem leiddi mig um allt svæðið og fór með mig á völlinn. Ég varð alveg heillaður og heilaþveginn. Barcelona er örugglega eina liðið í heiminum sem hefur manngæskuna að leiðarljósi,“ segir Gunni upprifinn. Hann hafi skrifað hugmyndafræði liðsins inn í bókina. „Ég sett inn í aukaefnið aðeins um heimspekina sem þeir byggja á, hvernig manneskjan eigi að plumma sig í þessum flókna heimi snjalltækja og snapchatts og líkamsdýrkunar. Ég mæli sérstaklega með því að foreldrar lesi þann hluta vel,“ segir Gunni. Hann muni ekkert um að hjálpa fólki aðeins með uppeldið.Fjöldi ungra lesenda mætti í útgáfuhófið og hlustaði hópurinn með athygli á upplestur Gunna.Nafnið var leyndarmálÍ útgáfuhóf í Smáralind kom nafn bókarinnar einnig í ljós en mikið laumuspil hafði verið kringum það. Vitað var að orðið Barcelona væri í titlinum en svo máttu krakkar giska á hvað bókin myndi heita og senda inn. „Þetta var ótrúlega spennandi leikur. Það komur tillögur eins og Bræður í Barcelona og Bakfallsspyrna í Barcelona og fleiri og fleiri. Ég upplýsti loks um nafnið í útgáfuhófinu og þá titruðu krakkarnir af spenningi. Átta krakkar giskuðu á rétt og fengu að sjálfssögðu bók að launum,“ segir Gunni. Sögusvið bókarinnar er sem sagt Barcelona en Jón og félagar eru mættir í fótboltaakademíu FC Barcelona í prufur. Á sama tíma er Rósa að keppa á riðlamóti í borginni með U17 landsliðinu. „Við fylgjumst með þeim báðum og þau segja bæði frá. Strákarnir reyna að slá í gegn og gleyma kannski sjálfum sér aðeins í því og Rósa er með nýjan þjálfara sem stelpunum finnst glataður og eru fúlar yfir því að strákarnir í unglingalandsliðinu fengu Eið Smára sem þjálfara. Það gengur á ýmsu í sögunni en í grunninn er hún um að dreyma stórt en gleyma ekki að vera maður sjálfur,“ segir Gunni sem stoppaði ekki lengi við eftir útgáfuhófið heldur þeyttist strax út á land að kynna bókina. „Ég var að lesa fyrir krakka á Grenivík og er á leiðinni út á Árskógsströnd og svo í fleiri skóla í Eyjafirði. Ég á síðan eftir að senda bréf á skólana á Suðurlandi og bjóða þeim að fá mig í heimsókn,“ segir hann hress. Enda hafði upplesturinn á Grenivík gengið vel.Hringdi í mömmu fyrir framan allan bekkinn„Þetta var bara stórkostlegt, ótrúlega gaman. Ég fékk eina spurningu úr sal, strákur spurði af hverju Jón væri lifandi? Jón var náttúrlega skotinn í öxlina í síðustu bók og næstu blaðsíður eftir þann atburð voru svartar. Strákurinn hafði þá ekkert lesið lengra og hélt bara að Jón væri dáinn og allt búið. Mamma hans hafði líka sagt að þetta væri greinilega allt of sorgleg saga og hann skyldi leggja bókina frá sér,“ segir Gunni hlæjandi. „Þetta fannst mér auðvitað alveg ómögulegt og hringdi bara beint í mömmu stráksins, fyrir framan krakkana og hafði hana á speaker meðan ég útskýrði málið, að það yrði að klára bækurnar! Stráknum fannst ég kannski dálítið harður við mömmu hans, fyrir framan allan skólann! en hún tók þessu mjög vel. Eftir upplesturinn sýndu krakkarnir mér atriði úr Mamma Mía sem þau frumsýndu á miðvikudaginn. Það var æðislega skemmtilegt. Krakkar eru alltaf svo góðir!!!“ segir Gunni.Koma þá fleiri fótboltabækur? Ja, um leið og ég fór að stað með þessa sá ég auðvitað strax fyrir mér hvað gæti gerst í næstu þremur bókum! En Það verður bara að koma í ljós.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við Forlagið.
Börn og uppeldi Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira