„Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:30 Luis Suarez í leiknum á Old Trafford á miðvikudagskvöldið. Getty/Robbie Jay Barratt Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira
Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira