„Messi vissi að þetta var slys“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:00 Lionel Messi liggur í grasinu en Chris Smalling er lengst til hægri. AP/Jon Super Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30