Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Sighvatur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 19:30 1600 tonna laug bíður mjaldranna í nýju sædýrasafni í Vestmannaeyjum. Vísir/Sighvatur Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira