Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Sighvatur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 19:30 1600 tonna laug bíður mjaldranna í nýju sædýrasafni í Vestmannaeyjum. Vísir/Sighvatur Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Rannsókn með djúpborun í Krýsuvík hafin „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira