Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 17:40 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48
Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30