Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 15:35 Konan var handtekin að morgni 10. nóvember. FBL/GVA Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34