Gísli ábyrgðarfullur og skilningsríkur að sögn yfirmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:44 Oddvar Jenssen rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00