Gísli ábyrgðarfullur og skilningsríkur að sögn yfirmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:44 Oddvar Jenssen rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00