Eimskip grípur aftur til uppsagna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:58 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð
Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00
Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14
Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44