Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina. Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina.
Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira