Chelsea og Man. Utd færðust hænufeti framar um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:45 Victor Lindelof og Eden Hazard berjast um boltann í leiknum í gær. AP/Martin Rickett Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira