Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Sigurður Mikael Jónsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. apríl 2019 06:00 Mehamn er rólegur, lítill bær á norðurströnd Noregs. Nordicphotos/AFP „Sársaukinn er ólýsanlegur,“ segir Heiða B. Þórðardóttir, systir Gísla Þórs Þórarinssonar sem skotinn var til bana í bænum Mehamn í Finnmörk í norðurhluta Noregs á laugardag. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum um helgina var hálfbróðir Gísla Þórs handtekinn grunaður um ódæðið en ásamt honum var annar Íslendingur handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið hefur vakið mikinn óhug og er hið litla samfélag í Mehamn slegið yfir málinu. Heiða segir í samtali við Fréttablaðið að þau Gísli Þór hafi verið náin og rætt saman daglega vikuna fyrir andlátið. Hún segir það hafa verið gríðarlegt áfall þegar lögreglan færði henni tíðindin af voveiflegu andláti Gísla á laugardag. Margir hafa minnst Gísla Þórs um helgina sem hvers manns hugljúfa og yndislegs manns. Þær lýsingar tekur systir hans undir. Heiða segir Gísla Þór, sem var fertugur þegar hann lést, hafa verið mikinn og stóran persónuleika og ljóst sé að margir syrgi hann. Sjálf lýsir hún því að tíðindunum hafi fylgt algjört lost. „Þvílíkt áfall.“ Hálfbróðirinn, sem er 35 ára gamall, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína stuttu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst afsökunar á „svívirðilegum glæp“ sem hann hefði framið. Sagði að það hefði ekki verið ætlunin að hleypa skoti af byssunni. „Ég framdi svívirðilegan glæp sem mun elta mig alla ævi. En þetta átti aldrei að fara svona en þetta var stórslys, ætlaði aldrei að hleypa af,“ skrifaði maðurinn á Facebook-síðu sína að morgni laugardags. Lauk hann færslunni á að biðja sína nánustu að fyrirgefa sér. Síðunni var síðar lokað.Hinir tveir grunuðu í Mehamn verða leiddir fyrir dómara í dag Íslendingarnir tveir sem liggja undir grun vegna morðsins á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn um helgina verða leiddir fyrir dómara í dag. Þar mun lögregla krefjast fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir hálfbróður Gísla Þórs, sem sakaður er um morðið, en vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum manninum. Sá er grunaður um aðild að morðinu. Vidar Zahl Arntzen, lögmaður þess sem grunaður er um morðið, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að hann hefði hitt skjólstæðing sinn. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Ekki hafði tekist að yfirheyra hálfbróðurinn í gær þar sem hann krafðist þess að bæði lögmaður hans og túlkur yrðu viðstaddir yfirheyrslu, að því er norska ríkisútvarpið greindi frá. Áður hefur komið fram að maðurinn sem grunaður er um morðið skrifaði í færslu á Facebook að hann hefði framið „svívirðilegan glæp sem ætti eftir að elta hann alla ævi“. Hann hefði ekki ætlað að „hleypa af“. Jens Bernhard Herstad, lögmaður þess sem grunaður er um aðild að morðinu, sagði við norska miðilinn VG að maðurinn hefði verið yfirheyrður og útskýrt aðild sína. Sá neitar alfarið sök og aðild að morðinu. Mehamn er lítið, 779 manna byggðarlag í Gamvik í Finnmörku, nyrst í Noregi. Lögregla var kölluð út á heimili í bænum að morgni laugardags eftir tilkynningu um að skoti hefði verið hleypt þar af. Þegar lögregla kom á staðinn er Gísli Þór sagður hafa verið alvarlega slasaður. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og lést hann af sárum sínum. Sérsveit lögreglu handtók Íslendingana tvo stuttu síðar eftir að tilkynnt var um að bíll hefði fundist úti í skurði í Gamvik. Norska lögreglan greindi frá því í gær að hálfbróðirinn hefði áður haft í hótunum við fórnarlambið. Þann 17. apríl var hinum grunaða gert að sæta nálgunarbanni. Að því er Anja M. Indbjør saksóknari sagði við norska ríkisútvarpið ætlar lögregla að yfirheyra báða mennina í vikunni. „Það á eftir að gera ítarlega og tæknilega rannsókn. Þessi tæknilega rannsókn verður í höndum réttarlæknisfræðinga hér í Finnmörku auk þess sem þeir munu njóta aðstoðar rannsóknarlögreglumanna frá Kripos,“ sagði Indbjør aukinheldur. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
„Sársaukinn er ólýsanlegur,“ segir Heiða B. Þórðardóttir, systir Gísla Þórs Þórarinssonar sem skotinn var til bana í bænum Mehamn í Finnmörk í norðurhluta Noregs á laugardag. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum um helgina var hálfbróðir Gísla Þórs handtekinn grunaður um ódæðið en ásamt honum var annar Íslendingur handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið hefur vakið mikinn óhug og er hið litla samfélag í Mehamn slegið yfir málinu. Heiða segir í samtali við Fréttablaðið að þau Gísli Þór hafi verið náin og rætt saman daglega vikuna fyrir andlátið. Hún segir það hafa verið gríðarlegt áfall þegar lögreglan færði henni tíðindin af voveiflegu andláti Gísla á laugardag. Margir hafa minnst Gísla Þórs um helgina sem hvers manns hugljúfa og yndislegs manns. Þær lýsingar tekur systir hans undir. Heiða segir Gísla Þór, sem var fertugur þegar hann lést, hafa verið mikinn og stóran persónuleika og ljóst sé að margir syrgi hann. Sjálf lýsir hún því að tíðindunum hafi fylgt algjört lost. „Þvílíkt áfall.“ Hálfbróðirinn, sem er 35 ára gamall, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína stuttu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst afsökunar á „svívirðilegum glæp“ sem hann hefði framið. Sagði að það hefði ekki verið ætlunin að hleypa skoti af byssunni. „Ég framdi svívirðilegan glæp sem mun elta mig alla ævi. En þetta átti aldrei að fara svona en þetta var stórslys, ætlaði aldrei að hleypa af,“ skrifaði maðurinn á Facebook-síðu sína að morgni laugardags. Lauk hann færslunni á að biðja sína nánustu að fyrirgefa sér. Síðunni var síðar lokað.Hinir tveir grunuðu í Mehamn verða leiddir fyrir dómara í dag Íslendingarnir tveir sem liggja undir grun vegna morðsins á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn um helgina verða leiddir fyrir dómara í dag. Þar mun lögregla krefjast fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir hálfbróður Gísla Þórs, sem sakaður er um morðið, en vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum manninum. Sá er grunaður um aðild að morðinu. Vidar Zahl Arntzen, lögmaður þess sem grunaður er um morðið, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að hann hefði hitt skjólstæðing sinn. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Ekki hafði tekist að yfirheyra hálfbróðurinn í gær þar sem hann krafðist þess að bæði lögmaður hans og túlkur yrðu viðstaddir yfirheyrslu, að því er norska ríkisútvarpið greindi frá. Áður hefur komið fram að maðurinn sem grunaður er um morðið skrifaði í færslu á Facebook að hann hefði framið „svívirðilegan glæp sem ætti eftir að elta hann alla ævi“. Hann hefði ekki ætlað að „hleypa af“. Jens Bernhard Herstad, lögmaður þess sem grunaður er um aðild að morðinu, sagði við norska miðilinn VG að maðurinn hefði verið yfirheyrður og útskýrt aðild sína. Sá neitar alfarið sök og aðild að morðinu. Mehamn er lítið, 779 manna byggðarlag í Gamvik í Finnmörku, nyrst í Noregi. Lögregla var kölluð út á heimili í bænum að morgni laugardags eftir tilkynningu um að skoti hefði verið hleypt þar af. Þegar lögregla kom á staðinn er Gísli Þór sagður hafa verið alvarlega slasaður. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og lést hann af sárum sínum. Sérsveit lögreglu handtók Íslendingana tvo stuttu síðar eftir að tilkynnt var um að bíll hefði fundist úti í skurði í Gamvik. Norska lögreglan greindi frá því í gær að hálfbróðirinn hefði áður haft í hótunum við fórnarlambið. Þann 17. apríl var hinum grunaða gert að sæta nálgunarbanni. Að því er Anja M. Indbjør saksóknari sagði við norska ríkisútvarpið ætlar lögregla að yfirheyra báða mennina í vikunni. „Það á eftir að gera ítarlega og tæknilega rannsókn. Þessi tæknilega rannsókn verður í höndum réttarlæknisfræðinga hér í Finnmörku auk þess sem þeir munu njóta aðstoðar rannsóknarlögreglumanna frá Kripos,“ sagði Indbjør aukinheldur.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27