Enginn getur tekið sér lögregluvald Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. apríl 2019 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
„Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55