Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt mark þegar Íslendingalið Kristianstad gerði jafntefli við Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Svava kom Kristianstad í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks en gestunum frá Gautaborg tókst að jafna metin í síðari hálfleik. Lokatölur 2-2.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og var hún með Svövu og Sif Atladóttur í byrjunarliðinu en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom inn af bekknum í síðari hálfleik.
Kristianstad er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
