Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 10:45 Tíu þúsund hermenn leita nú mögulegra samverkamanna þeirra sem frömdu árásirnar á Páskadag. Tharaka Basnayaka/Getty Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19