Körfubolti

Rúmlega þrettán þúsund dagar á milli Íslandsmeistaratitla á Hlíðarenda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bikarinn fer á loft í gær.
Bikarinn fer á loft í gær. vísir/daníel
Valur varð í gær Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögunni í kvennaflokki er þær unnu Keflavík í þriðju viðureign liðanna í einvíginu um titilinn.

Valsliðið varð því deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í vetur en biðin hefur verið löng á Hlíðarenda eftir þeim stóra; sjálfum Íslandmseistaratitlinum.

Það eru nefnilega liðin 36 ár, einn mánuður og sex dagar frá því að Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Það gerði karlalið félagsins árið 1986.





Þá, eins og nú, unnu Valsmenn Keflavík í úrslitaleiknum um titilinn en þeir unnu þrefalt það tímabil.

Það árið var þó enginn deildarmeistaratitill svo þrennan innihélt Reykjavíkurmeistaratitill, bikarinn og svo sjálft Íslandsmótið.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×