Musk lagðar línurnar um hverju hann má tísta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 23:18 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið. Bandaríkin Tesla Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira