Musk lagðar línurnar um hverju hann má tísta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 23:18 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið. Bandaríkin Tesla Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira