Segir langtímamarkmiðið að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:05 Gámar á Granda í Reykjavík þar sem heimilislausir hafa gistiaðstöðu. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira