Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 08:30 Harvey Weinstein sést hér yfirgefa dómshúsið í New York í janúar síðastliðnum eftir að hafa komið þá fyrir dómara. Getty/Atilgan Ozdil/Anadolu Agency Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02
Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41
Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58