Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:36 Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. Vísir/getty Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers.
Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira