Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:30 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 en grunur leikur á að þeir hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. visir/sigurjón Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Efling hvetur fyrirtæki til að sniðganga starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. Framkvæmdastjóri Manna í vinnu vill hvorki staðfesta né neita því að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Menn í vinnu rötuðu í fréttir í febrúar síðastliðnum þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Eftirlitsstofnanir höfðu haft mál starfsmannaleigunnar til skoðunar en grunur lék á að fjöldi Rúmena hafi verið í nauðungarvinnu hjá Mönnum í vinnu. Starfsmennirnir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og illri meðferð. Efling kannar nú hvort hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu. Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljóna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í liðinni viku, sem var í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur fyrirtæki til að sniðganga Seiglu.Efling telur hins vegar að forsvarsmenn Manna í vinnu séu ekki af baki dottnir. Í tilkynningu á vef stéttarfélagsins segir að þeir hafi nú stofnað nýja starfsmannaleigu, fyrrnefnda Seiglu ehf., sem samkvæmt fyrirtækjaskrá leit dagsins ljós þann 4. apríl síðastliðinn. Haft er eftir formanni Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, að hún hvetji fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við Seiglu. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað,“ að sögn Sólveigar. Halla Rut Bjarnadóttir, einn umræddrar forsvarsmanna Manna í vinnu, vildi þó ekkert tjá sig um mál nýju leigunnar í samtali við Vísi. Þannig vildi hún hvorki staðfesta né neita því að hún væri ein þeirra sem kæmi að rekstri Seiglu. Hún vildi þó ítreka það mat sitt að Menn í vinnu hafi ekki brotið af sér. Í fyrirtækjaskrá er aðeins einn skráður eigandi Seiglu, Elís Viktor Kjartansson, en fyrirtækið er með aðsetur í Lágmúla í Reykjavík. Elís er fæddur árið 1993, rétt eins og sonur Höllu Rutar sem ber sama nafn. Ekki verður því annað séð en að sonur Höllu sé skráður eigandi Seiglu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. 17. febrúar 2019 17:19
2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. 16. apríl 2019 20:01