Mesta óánægjan með Sigríði og Bjarna en Lilja vinsælust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 15:29 Flestir eru ánægðir með störf Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira