Götubitahátíð á Miðbakkanum þriðju helgina í júlí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2019 14:45 Götubitahátíðin verður á Miðbakkanum. Fréttablaðið/Ernir Götubitahátíð verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík helgina 19.-21. júlí í sumar. Róbert Aron Magnússon, forsvarsmaður Reykjavík Street Food, segir að um sé að ræða fyrstu götubitahátíðina hér á landi þar sem götubiti er seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. „Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffi sölu og matarmarkað ásamt öðru skemmtilegum nýjungum. Boðið uppá skemmtanir að ýmsum toga eins og plötusnúðar, tónlistamenn o.fl.,“ segir Róbert í tilkynningu. Samhliða hátíðinni verði haldin fyrsta keppnin í Iceland Street Food Awards þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muni keppa upp titilinn besti Götubitinn 2019. Sigurvegarinn keppi svo fyrir Íslands hönd í European Street Food Awards í Svíþjóð í september. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni í Malmö að sögn Róberts. „Nú þegar hafa mjög margir söluaðilar sýnt áhuga á að taka þátt í keppninni hérlendis. Einnig erum við í viðræðum við mjög spennandi aðila að taka að sér sæti í dómnefnd, en það verður tilkynnt nánar síðar,“ segir Róbert en selt er inn á hátíðina. Aðspurður segir Róbert að miðaverði verði stillt í hóf, eins og „alvöru street food“ segi til um. Viðræður við söluaðila standi yfir og í framhaldinu verði útfærslur kynntar og dagskráin sömuleiðis. Nú þegar hafi um tuttugu aðilar skráð sig til leiks.Fram kom á dögunum að Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir væru komin í samstarf um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttökuhúsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna, við Fréttablaðið í mars. Reykjavík Street Food stóð fyrir Boxinu-matarmarkaði í Skeifunni sumarið 2018. Þá stóð markaðurinn yfir í níu vikur en eins og höfuðborgarbúar muna vafalítið eftir var fátt um fína drætti hvað veðrið varðaði stærstan hluta sumars. „Ég fékk tvo sólardaga á níu vikum,“ segir Róbert Aron og hlær. Hann veðji því á júlí enda mestar líkur á góðu veðri. Sólardagarnir tveir í fyrra hafi einmitt komið í júlí. Matur Reykjavík Tengdar fréttir Reykjavík Street Food heldur áfram Upprunalega stóð til að loka markaðinum í lok júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl hans í Skeifunni. 15. ágúst 2018 15:34 Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Götubitahátíð verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík helgina 19.-21. júlí í sumar. Róbert Aron Magnússon, forsvarsmaður Reykjavík Street Food, segir að um sé að ræða fyrstu götubitahátíðina hér á landi þar sem götubiti er seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. „Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffi sölu og matarmarkað ásamt öðru skemmtilegum nýjungum. Boðið uppá skemmtanir að ýmsum toga eins og plötusnúðar, tónlistamenn o.fl.,“ segir Róbert í tilkynningu. Samhliða hátíðinni verði haldin fyrsta keppnin í Iceland Street Food Awards þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muni keppa upp titilinn besti Götubitinn 2019. Sigurvegarinn keppi svo fyrir Íslands hönd í European Street Food Awards í Svíþjóð í september. Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni í Malmö að sögn Róberts. „Nú þegar hafa mjög margir söluaðilar sýnt áhuga á að taka þátt í keppninni hérlendis. Einnig erum við í viðræðum við mjög spennandi aðila að taka að sér sæti í dómnefnd, en það verður tilkynnt nánar síðar,“ segir Róbert en selt er inn á hátíðina. Aðspurður segir Róbert að miðaverði verði stillt í hóf, eins og „alvöru street food“ segi til um. Viðræður við söluaðila standi yfir og í framhaldinu verði útfærslur kynntar og dagskráin sömuleiðis. Nú þegar hafi um tuttugu aðilar skráð sig til leiks.Fram kom á dögunum að Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir væru komin í samstarf um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttökuhúsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna, við Fréttablaðið í mars. Reykjavík Street Food stóð fyrir Boxinu-matarmarkaði í Skeifunni sumarið 2018. Þá stóð markaðurinn yfir í níu vikur en eins og höfuðborgarbúar muna vafalítið eftir var fátt um fína drætti hvað veðrið varðaði stærstan hluta sumars. „Ég fékk tvo sólardaga á níu vikum,“ segir Róbert Aron og hlær. Hann veðji því á júlí enda mestar líkur á góðu veðri. Sólardagarnir tveir í fyrra hafi einmitt komið í júlí.
Matur Reykjavík Tengdar fréttir Reykjavík Street Food heldur áfram Upprunalega stóð til að loka markaðinum í lok júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl hans í Skeifunni. 15. ágúst 2018 15:34 Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Reykjavík Street Food heldur áfram Upprunalega stóð til að loka markaðinum í lok júlí en vegna eftirspurnar var ákveðið að framlengja dvöl hans í Skeifunni. 15. ágúst 2018 15:34
Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00