Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Séra Grzegorz Adamiak hefur starfað sem prestur á Íslandi síðan 2014 vísir/egill Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú. Reykjanesbær Trúmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum. Kaþólski sóknarpresturinn, séra Grzegorz Adamiak, var fenginn til Íslands árið 2014 til að sinna kaþólskum Pólverjum á Suðurnesjunum þar sem mikil þörf þótti á slíkri þjónustu. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og býr stór hluti þeirra á Suðurnesjunum. Í dag tilheyra um tvö þúsund manns sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II á Ásbrú í Reykjanesbæ og er alltaf fullt út úr dyrum í messu hjá Grzegorz. Hann segir að það séu alltaf um tvö til þrjú hundruð manns í messu en þær eru þrjár um helgar, tvær á pólsku og ein á ensku.Fleiri börn fermast Grzegorz segir greinilegt að kaþólska samfélagið á Suðrnesjum fari ört stækkandi. Á hverju ári ganga fleiri börn fyrst til altaris en það gera kaþólikkar þegar þeir eru átta ára gamlir. Það er staðfesting þeirra á skírninni. „Síðan ég byrjaði árið 2014 hefur fjöldinn tvöfaldast. Fyrsta árið voru 19 krakkar og núna erum við að undirbú 53 krakka sem munu ganga til altaris í fyrsta sinn,“ segir Grzegorz. Börnin fermast svo 13 til 14 ára. „Ég er með ellefu krakka sem fermast í ár,“ segir Grzegorz en það eru líka fleiri börn en síðustu ár. Grzegorz, sem er mjög vel liðinn meðal samlanda sinna, segir starf sóknarkirkjunnar mikilvægt fyrir pólska samfélagið. Þá reyni hann alltaf að vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég verð glaður þegar fólk leitar til mín. Ég held ég geti sagt að fólk þurfi á mér að halda hér,“ segir Grzegorz Adamiak, sóknarprestur á Ásbrú.
Reykjanesbær Trúmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira