Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aðal atriði það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira