Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 14:30 Landeyjahöfn hefur verið lokuð frá því um miðjan desember. Stefnt er að því að Herjólfur sigli þangað í fyrsta sinn á árinu á fimmtudag klukkan 7. Vísir/Óskar P. Friðriksson Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira