„Gerum bara geggjaða kokteila" Citrus Cocktail Co. kynnir 30. apríl 2019 15:00 Þeir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson hafa getið sér gott orð sem barþjónar í Reykjavík. Citrus - Cocktail Co. er einn af nýjustu og áhugaverðustu börum landsins. Hann er þó óvenjulegur að því leyti að honum er hægt að koma fyrir hvar og hvenær sem er. Citrus er nefnilega sérsniðin kokteilþjónusta, eins konar ferðabar. Mennirnir á bak við þjónustuna eru þeir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson en þeir hafa getið sér gott orð sem barþjónar í Reykjavík. „Ég hef starfað sem yfirbarþjónn á Apotek Restaurant núna í þrjú ár og Jónmundur er einnig yfirbarþjónn þar,“ segir Jónas Heiðarr. „Hugmyndin að kokteilþjónustunni kviknaði einmitt á Apotek. Við vorum sífellt að fá fyrirspurnir um að sjá um kokteila í hinum og þessum veislum. Þegar við vorum í slíkum verkefnum komumst við að því að við gætum veitt mikið betri og flottari þjónustu ef við myndum bara fara „all in“ í verkefnið og þannig varð Citrus til. Okkur langaði til þess að þjónustan okkar yrði framúrskarandi en ekkert hálfkák.“ Jónas segir Citurs vera sniðugan kost fyrir nær alla viðburði og veislur. „Við sníðum þjónustu okkar að þeim viðburði sem við sinnum hverju sinni. Við höfum þjónustað allt frá steggjaveislum upp í 400 manna árshátíðir, sem og hátíðir eins og Secret Solctice, svo umfangið skiptir ekki máli.“Jónas og Jónmundur segja viðskiptavini lítið sem ekkert þurfa að hafa fyrir barnum. „Við mætum með allt með okkur. Við hendum upp ferðabarnum, mætum með glös og þrífum þau, skraut, rör og hráefni. Hráefnin eru meðal annars nýkreistir og ferskir safar og heimagerð síróp frá okkur sjálfum. Eina sem þarf að vera til staðar þegar við mætum er áfengið. Markmiðið er að gestgjafinn sleppi við allt umstang og geti slappað af og notið veislunnar,“ útskýrir Jónmundur.Margverðlaunaðir barþjónarJónas og Jónmundur hafa báðir verið duglegir að keppa í barþjónakeppnum undanfarin ár og hafa báðir sópað að sér verðlaunum. Jónas var valinn besti barþjónn Íslands árið 2017 og keppti í kjölfarið fyrir Íslands hönd í World Class barþjónakeppninni í Mexíkóborg en keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Jónmundur er einnig margverðlaunaður barþjónn og hefur unnið fjölda verðlauna í hinum ýmsu barþjónakeppnum og keppt fyrir Íslandshönd í MIXLDN í London 2018, sem er stærsta Gin kokteilakeppni í heiminum.Aðspurður hver galdurinn sé á bak við góðan kokteil segist Jónas ekki vita það. „Við hjá Citrus kunnum í það minnsta ekki að gera góða kokteila, við gerum bara geggjaða kokteila,“ segir hann og glottir. „Mikilvægasta atriðið er jafnvægið. Maður þarf að finna jafnvægið milli sætu, beiskju, sýru og seltu. Síðan skiptir hráefnið býsna miklu máli. Við hjá Citrus leggjum mikla áherslu að bjóða bara upp á fyrsta flokks hráefni.“ Finna má Citrus – Cocktail Co. bæði á facebook og instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Citrus - Cocktail Co Drykkir Matur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Citrus - Cocktail Co. er einn af nýjustu og áhugaverðustu börum landsins. Hann er þó óvenjulegur að því leyti að honum er hægt að koma fyrir hvar og hvenær sem er. Citrus er nefnilega sérsniðin kokteilþjónusta, eins konar ferðabar. Mennirnir á bak við þjónustuna eru þeir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson en þeir hafa getið sér gott orð sem barþjónar í Reykjavík. „Ég hef starfað sem yfirbarþjónn á Apotek Restaurant núna í þrjú ár og Jónmundur er einnig yfirbarþjónn þar,“ segir Jónas Heiðarr. „Hugmyndin að kokteilþjónustunni kviknaði einmitt á Apotek. Við vorum sífellt að fá fyrirspurnir um að sjá um kokteila í hinum og þessum veislum. Þegar við vorum í slíkum verkefnum komumst við að því að við gætum veitt mikið betri og flottari þjónustu ef við myndum bara fara „all in“ í verkefnið og þannig varð Citrus til. Okkur langaði til þess að þjónustan okkar yrði framúrskarandi en ekkert hálfkák.“ Jónas segir Citurs vera sniðugan kost fyrir nær alla viðburði og veislur. „Við sníðum þjónustu okkar að þeim viðburði sem við sinnum hverju sinni. Við höfum þjónustað allt frá steggjaveislum upp í 400 manna árshátíðir, sem og hátíðir eins og Secret Solctice, svo umfangið skiptir ekki máli.“Jónas og Jónmundur segja viðskiptavini lítið sem ekkert þurfa að hafa fyrir barnum. „Við mætum með allt með okkur. Við hendum upp ferðabarnum, mætum með glös og þrífum þau, skraut, rör og hráefni. Hráefnin eru meðal annars nýkreistir og ferskir safar og heimagerð síróp frá okkur sjálfum. Eina sem þarf að vera til staðar þegar við mætum er áfengið. Markmiðið er að gestgjafinn sleppi við allt umstang og geti slappað af og notið veislunnar,“ útskýrir Jónmundur.Margverðlaunaðir barþjónarJónas og Jónmundur hafa báðir verið duglegir að keppa í barþjónakeppnum undanfarin ár og hafa báðir sópað að sér verðlaunum. Jónas var valinn besti barþjónn Íslands árið 2017 og keppti í kjölfarið fyrir Íslands hönd í World Class barþjónakeppninni í Mexíkóborg en keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Jónmundur er einnig margverðlaunaður barþjónn og hefur unnið fjölda verðlauna í hinum ýmsu barþjónakeppnum og keppt fyrir Íslandshönd í MIXLDN í London 2018, sem er stærsta Gin kokteilakeppni í heiminum.Aðspurður hver galdurinn sé á bak við góðan kokteil segist Jónas ekki vita það. „Við hjá Citrus kunnum í það minnsta ekki að gera góða kokteila, við gerum bara geggjaða kokteila,“ segir hann og glottir. „Mikilvægasta atriðið er jafnvægið. Maður þarf að finna jafnvægið milli sætu, beiskju, sýru og seltu. Síðan skiptir hráefnið býsna miklu máli. Við hjá Citrus leggjum mikla áherslu að bjóða bara upp á fyrsta flokks hráefni.“ Finna má Citrus – Cocktail Co. bæði á facebook og instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Citrus - Cocktail Co
Drykkir Matur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning