Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2019 11:27 Ákærða minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra umrætt kvöld. Vínandamagn í blóði hennar mældist 1,95 prómill sem svarar til mun meiri drykkju. Getty Images Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34