Ari Eldjárn á ensku í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2019 10:30 Ari Eldjárn er einn þekktasti grínisti landsins. Mynd/hörður sveinsson Uppistandarinn Ari Eldjárn mun flytja ensku sýninguna sína Pardon My Icelandic í Þjóðleikhúsinu þann 25. maí. Sýningin, sem samanstendur af besta efni Ara í gegnum tíðina, hefur sjaldan verið flutt á ensku á Íslandi og af því tilefni verður hún kvikmynduð. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort það sé ekki skrýtið að flytja uppistand sitt á ensku á Íslandi svarar hann neitandi. „Alls ekki. Það er mjög algengt núorðið að íslenskir viðburðir fram á ensku, til að mynda starfsmannaskemmtanir þar sem starfsmenn tala ekki allir íslensku, og með því að bjóða upp sýningu á ensku geta mun fleiri hlustað en ella. „Ég hlakka mjög mikið til og ætla mér að taka sýninguna upp. Sýningin hefur verið flutt í allskonar sölum út um allt en mér þykir persónulega svo vænt um Þjóðleikhúsið.“ Ari segir að sýningin sé samansafn af hans besta efni síðastliðin ár. „Rauði þráðurinn í sýningunni er Ísland og sjálfsmynd Íslendinga. Það er einnig gert mikið grín að Norðurlöndunum og Bretum.“Mikill léttir þegar vel gekk Á árunum 2017-2018 var Pardon My Icelandic sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Sýningin hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands. „Þetta fékk alveg rosalega fína dóma sem var mikill léttir og gaf manni ákveðið sjálfstraust að maður væri að gera eitthvað rétt.“En hvað kemur til að sýningin er sett upp að þessu sinni?„Ég er að fara að semja nýja sýningu fyrir Edinborgarhátíðina í ágúst þannig mig langar til að setja ákveðinn punkt aftan við þessa sýningu og taka hana upp í leiðinni. Sýningin hefur líka mjög sjaldan verið sýnd á ensku hérlendis og þó hún hafi verið flutt í ýmsum sölum víðsvegar um heim.“ Miðasala hefst í dag klukkan 12 á tix.is. Menning Uppistand Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn mun flytja ensku sýninguna sína Pardon My Icelandic í Þjóðleikhúsinu þann 25. maí. Sýningin, sem samanstendur af besta efni Ara í gegnum tíðina, hefur sjaldan verið flutt á ensku á Íslandi og af því tilefni verður hún kvikmynduð. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort það sé ekki skrýtið að flytja uppistand sitt á ensku á Íslandi svarar hann neitandi. „Alls ekki. Það er mjög algengt núorðið að íslenskir viðburðir fram á ensku, til að mynda starfsmannaskemmtanir þar sem starfsmenn tala ekki allir íslensku, og með því að bjóða upp sýningu á ensku geta mun fleiri hlustað en ella. „Ég hlakka mjög mikið til og ætla mér að taka sýninguna upp. Sýningin hefur verið flutt í allskonar sölum út um allt en mér þykir persónulega svo vænt um Þjóðleikhúsið.“ Ari segir að sýningin sé samansafn af hans besta efni síðastliðin ár. „Rauði þráðurinn í sýningunni er Ísland og sjálfsmynd Íslendinga. Það er einnig gert mikið grín að Norðurlöndunum og Bretum.“Mikill léttir þegar vel gekk Á árunum 2017-2018 var Pardon My Icelandic sýnd 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Sýningin hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands. „Þetta fékk alveg rosalega fína dóma sem var mikill léttir og gaf manni ákveðið sjálfstraust að maður væri að gera eitthvað rétt.“En hvað kemur til að sýningin er sett upp að þessu sinni?„Ég er að fara að semja nýja sýningu fyrir Edinborgarhátíðina í ágúst þannig mig langar til að setja ákveðinn punkt aftan við þessa sýningu og taka hana upp í leiðinni. Sýningin hefur líka mjög sjaldan verið sýnd á ensku hérlendis og þó hún hafi verið flutt í ýmsum sölum víðsvegar um heim.“ Miðasala hefst í dag klukkan 12 á tix.is.
Menning Uppistand Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira