Flókið að spá fallbaráttunni Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2019 11:00 Selfoss fagnar. Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst á fimmtudaginn kemur með fjórum leikjum. Þá sækir Breiðablik, sem varð Íslands- og bikarmeistari á síðasta keppnistímabili og hefur unnið öll þau undirbúningsmót sem liðið hefur tekið þátt í fyrir komandi leiktíð, ÍBV heim í Vestmannaeyjum. Stjarnan sem mætir með mikið breytt lið til leiks fær Selfoss í heimsókn, HK/Víkingur og KR sem voru á svipuðum slóðum í deildinni síðasta sumar mætast í Kórnum í Kópavogi og nýliðar deildarinnar á yfirstandandi leiktíð, Fylkir og Keflavík, mætast í Árbænum. Fréttablaðið raðaði liðunum niður í mögulega töfluröð og hefur búið til spá fyrir deildina. Þá var Daði Rafnsson, fyrrverandi yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks og áður aðstoðarþjálfari kínverska ofurdeildarliðsins Jiangsu Suning, fenginn til þess að spá í spilin fyrir komandi átök í deildinni. Daði fylgist vel með kvennaknattspyrnu hér heima og verður hann sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina í sumar. Liðunum í deildinni hefur verið skipt í þrennt, það er þau sem munu berjast um að forðast fall úr deildinni, þau sem sigla munu lygnan sjó um miðja deild og að lokum eru það liðin þrjú sem spáð er að bítast muni um að standa uppi sem Íslandsmeistari næsta haust.10. Keflavík: Það hefur sýnt sig að stökkið úr næstefstu deild upp í þá efstu er þó nokkurt og nýliðum deildarinnar hefur gengið illa að halda sæti sínu í deildinni undanfarin ár. Keflavík er hins vegar með reynslumikinn þjálfara í Gunnari Magnúsi Jónssyni sem þekkir umhverfið í Keflavík. Hann er með vel rútínerað lið og liðið leikur eftir góðu leikskipulagi. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig Sveindís Jane Jónsdóttir plumar sig í efstu deild. Ef hún nær að taka markaskóna úr unglingaboltanum og næstefstu deild með sér í deild þeirra bestu þá getur liðið gert mun betur en þessi spá segir til um. Það eru líka spennandi leikmenn þarna eins og til að mynda tvíburasysturnar Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir sem hafa gert það gott með hinu sterka U-19 ára landsliði Íslands. Þá eru erlendu leikmennirnir hjá Keflavík öflugir og þær munu styðja vel við þá ungu og efnilegu leikmenn sem Keflvíkingar hafa í sínum röðum.9. HK/Víkingur: Það eru breyttar forsendur hjá HK/Víkingi frá því á síðasta keppnistímabili. Margir lykilleikmenn hafa horfið á braut og liðið missti marga reynslumikla leikmenn. Þar munar mestu að mínu mati um Hildi Antonsdóttur sem gerði gæfumuninn í mörgum leikjum liðsins síðasta sumar. Það vantar reynslu og gæði í allar línur liðsins og mér finnst liðið sárlega vanta tvo til þrjá sterka leikmenn í sinn leikmannahóp ef þær ætla að afsanna þessa spá. Það eru þó ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis Karólína Jack en það vantar kjöt á beinin finnst mér til þess að viðhalda góðu gengi síðasta sumars. Arna Eiríksdóttir á eftir að fá stórt hlutverk í vörn HK/Víkings og hún er mjög spennandi leikmaður.8. Selfoss: Selfossliðið er svolítið óskrifað blað að mínu mati. Varnarleikur liðsins var sterkur síðasta sumar og Alfreð Elías Jóhannesson var með gott leikplan. Mér finnst helst vanta breidd í framlínu liðsins og ég myndi vilja sjá liðið bæta við sig sóknarmanni sem hefur sannað sig sem sóknarmann sem getur skorað í sterkri deild. Selfossliðið fékk vissulega í sínar raðir Hólmfríði Magnúsdóttur nýverið sem getur hjálpað liðinu ef hún er heil heilsu og í góðu formi. Mér finnst hins vegar vanta sóknarmann í liðið sem getur tekið markaskorun þess á sínar herðar. Magdalena Anna Reimus er góður leikmaður sem getur skorað mörk en mér finnst hana vanta hjálp fram á við. Ef erlendu leikmennirnir sem þær fá til liðsins eru í svipuðum gæðaflokki og þeir sem komu á Selfoss í fyrra þá munu þær halda sæti sínu í deildinni. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst á fimmtudaginn kemur með fjórum leikjum. Þá sækir Breiðablik, sem varð Íslands- og bikarmeistari á síðasta keppnistímabili og hefur unnið öll þau undirbúningsmót sem liðið hefur tekið þátt í fyrir komandi leiktíð, ÍBV heim í Vestmannaeyjum. Stjarnan sem mætir með mikið breytt lið til leiks fær Selfoss í heimsókn, HK/Víkingur og KR sem voru á svipuðum slóðum í deildinni síðasta sumar mætast í Kórnum í Kópavogi og nýliðar deildarinnar á yfirstandandi leiktíð, Fylkir og Keflavík, mætast í Árbænum. Fréttablaðið raðaði liðunum niður í mögulega töfluröð og hefur búið til spá fyrir deildina. Þá var Daði Rafnsson, fyrrverandi yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks og áður aðstoðarþjálfari kínverska ofurdeildarliðsins Jiangsu Suning, fenginn til þess að spá í spilin fyrir komandi átök í deildinni. Daði fylgist vel með kvennaknattspyrnu hér heima og verður hann sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina í sumar. Liðunum í deildinni hefur verið skipt í þrennt, það er þau sem munu berjast um að forðast fall úr deildinni, þau sem sigla munu lygnan sjó um miðja deild og að lokum eru það liðin þrjú sem spáð er að bítast muni um að standa uppi sem Íslandsmeistari næsta haust.10. Keflavík: Það hefur sýnt sig að stökkið úr næstefstu deild upp í þá efstu er þó nokkurt og nýliðum deildarinnar hefur gengið illa að halda sæti sínu í deildinni undanfarin ár. Keflavík er hins vegar með reynslumikinn þjálfara í Gunnari Magnúsi Jónssyni sem þekkir umhverfið í Keflavík. Hann er með vel rútínerað lið og liðið leikur eftir góðu leikskipulagi. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig Sveindís Jane Jónsdóttir plumar sig í efstu deild. Ef hún nær að taka markaskóna úr unglingaboltanum og næstefstu deild með sér í deild þeirra bestu þá getur liðið gert mun betur en þessi spá segir til um. Það eru líka spennandi leikmenn þarna eins og til að mynda tvíburasysturnar Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir sem hafa gert það gott með hinu sterka U-19 ára landsliði Íslands. Þá eru erlendu leikmennirnir hjá Keflavík öflugir og þær munu styðja vel við þá ungu og efnilegu leikmenn sem Keflvíkingar hafa í sínum röðum.9. HK/Víkingur: Það eru breyttar forsendur hjá HK/Víkingi frá því á síðasta keppnistímabili. Margir lykilleikmenn hafa horfið á braut og liðið missti marga reynslumikla leikmenn. Þar munar mestu að mínu mati um Hildi Antonsdóttur sem gerði gæfumuninn í mörgum leikjum liðsins síðasta sumar. Það vantar reynslu og gæði í allar línur liðsins og mér finnst liðið sárlega vanta tvo til þrjá sterka leikmenn í sinn leikmannahóp ef þær ætla að afsanna þessa spá. Það eru þó ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis Karólína Jack en það vantar kjöt á beinin finnst mér til þess að viðhalda góðu gengi síðasta sumars. Arna Eiríksdóttir á eftir að fá stórt hlutverk í vörn HK/Víkings og hún er mjög spennandi leikmaður.8. Selfoss: Selfossliðið er svolítið óskrifað blað að mínu mati. Varnarleikur liðsins var sterkur síðasta sumar og Alfreð Elías Jóhannesson var með gott leikplan. Mér finnst helst vanta breidd í framlínu liðsins og ég myndi vilja sjá liðið bæta við sig sóknarmanni sem hefur sannað sig sem sóknarmann sem getur skorað í sterkri deild. Selfossliðið fékk vissulega í sínar raðir Hólmfríði Magnúsdóttur nýverið sem getur hjálpað liðinu ef hún er heil heilsu og í góðu formi. Mér finnst hins vegar vanta sóknarmann í liðið sem getur tekið markaskorun þess á sínar herðar. Magdalena Anna Reimus er góður leikmaður sem getur skorað mörk en mér finnst hana vanta hjálp fram á við. Ef erlendu leikmennirnir sem þær fá til liðsins eru í svipuðum gæðaflokki og þeir sem komu á Selfoss í fyrra þá munu þær halda sæti sínu í deildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira