Betri kjör fyrir íslenska námsmenn í Bretlandi Lilja Alfreðsdóttir skrifar 30. apríl 2019 08:00 Öflugt alþjóðlegt samstarf á sviði mennta- og vísindamála er afar mikilvægt. Besta leiðin til þess að stuðla að auknum framförum og uppbyggingu er með menntun og áreiðanlegum upplýsingum. Fyrir okkur, sem og aðrar þjóðir, er brýnt að þekking fái að ferðast og hafa áhrif til góðs. Á fundi mínum með Chris Skidmore, ráðherra háskóla-, nýsköpunar- og vísindamála í Bretlandi ræddum við meðal annars farsæl samskipti landanna á sviði mennta- og rannsókna, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ísland og Bretland eiga náið samstarf á sviði mennta- og vísindamála en síðan 2014 hafa rúmlega 2.000 nemendur í ríkjunum farið í nemenda- og starfsmannaskipti í gegnum Erasmus+ áætlunina. Þá er Bretland eitt helsta samstarfsland Íslands á vísindasviðinu í Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að jafnræði ríki meðal landa á evrópska efnahagssvæðinu þegar kemur að skólagjöldum í breska háskóla eftir Brexit. Þetta myndi þýða mögulega lækkun á skólagjöldum fyrir íslenska námsmenn við breska háskóla en sem stendur greiða íslenskir nemendur hærri skólagjöld við breska háskóla en námsmenn frá ríkjum Evrópusambandsins. Það er vilji beggja landa að efla samstarf á sviði mennta- og vísindamála, óháð Brexit. Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og eitt helsta samstarfsland okkar í nemendaskiptum. Ég tel að hægt sé að gera enn betur þar og því lagði ég áherslu á að ræða sérstaklega lækkun skólagjalda fyrir íslenska námsmenn í breskum háskólum. Slíkt getur fjölgað íslenskum nemendum sem velja að læra í Bretlandi og eflt samband ríkjanna enn frekar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öflugt alþjóðlegt samstarf á sviði mennta- og vísindamála er afar mikilvægt. Besta leiðin til þess að stuðla að auknum framförum og uppbyggingu er með menntun og áreiðanlegum upplýsingum. Fyrir okkur, sem og aðrar þjóðir, er brýnt að þekking fái að ferðast og hafa áhrif til góðs. Á fundi mínum með Chris Skidmore, ráðherra háskóla-, nýsköpunar- og vísindamála í Bretlandi ræddum við meðal annars farsæl samskipti landanna á sviði mennta- og rannsókna, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ísland og Bretland eiga náið samstarf á sviði mennta- og vísindamála en síðan 2014 hafa rúmlega 2.000 nemendur í ríkjunum farið í nemenda- og starfsmannaskipti í gegnum Erasmus+ áætlunina. Þá er Bretland eitt helsta samstarfsland Íslands á vísindasviðinu í Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að jafnræði ríki meðal landa á evrópska efnahagssvæðinu þegar kemur að skólagjöldum í breska háskóla eftir Brexit. Þetta myndi þýða mögulega lækkun á skólagjöldum fyrir íslenska námsmenn við breska háskóla en sem stendur greiða íslenskir nemendur hærri skólagjöld við breska háskóla en námsmenn frá ríkjum Evrópusambandsins. Það er vilji beggja landa að efla samstarf á sviði mennta- og vísindamála, óháð Brexit. Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og eitt helsta samstarfsland okkar í nemendaskiptum. Ég tel að hægt sé að gera enn betur þar og því lagði ég áherslu á að ræða sérstaklega lækkun skólagjalda fyrir íslenska námsmenn í breskum háskólum. Slíkt getur fjölgað íslenskum nemendum sem velja að læra í Bretlandi og eflt samband ríkjanna enn frekar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar