Ekki hægt að skipa fyrir um lagningu sæstrengs Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. apríl 2019 08:30 Skúli Magnússon var gestur utanríkismálanefndar þar sem þriðji orkupakkinn var ræddur. Fréttablaðið/Sigtryggur Það eru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiði til þess að hægt verði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar í gær. Skúli kom á fund nefndarinnar til að ræða álitsgerð sína sem snýr að því hvort innleiðing þriðja orkupakkans í EES-samninginn samræmist stjórnskipunarreglum með tilliti til valdframsals til alþjóðlegra stofnana. „Það er alveg ljóst í hans álitsgerð að það eru ekki heimildir til aðila utan Íslands í þriðja orkupakkanum til ákvarðana á nýtingu auðlinda okkar. Það er heldur ekki neitt í orkupakkanum sem gefur einhverjar heimildir þannig að einhver annar geti fyrirskipað um lagningu sæstrengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá honum að vel rökstuddu máli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Áslaug Arna bendir líka á að Skúli telji framsal valdheimilda innan marka og gangi meira að segja skemur en til dæmis evrópska fjármálalöggjöfin. „Forræði á raforkumarkaði er hjá okkur og verður ekki fært frá íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þetta séu allt atriði sem hafa verið uppi í umræðunni og oft í talsverðum rangfærslum,“ segir hún. Ólafur Ísleifsson sat fundinn fyrir hönd Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem forfallaðist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða afleiðingar það hefði ef Ísland myndi ekki samþykkja innleiðingu orkupakkans ófullnægjandi. Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slíkar vangaveltur væru fyrst og fremst pólitískar spurningar. Hins vegar gætu orðið neikvæðar afleiðingar af því ef innleiðing frestaðist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu molana úr samstarfinu. Ólafur telur hins vegar að taka eigi upp viðræður við ESB um undanþágu frá innleiðingu á reglugerðinni sem snýr að ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar tekur hann undir álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. „Þeir bera þetta saman við að ESA ætti að fara ákveða fiskveiðikvótann hérna. Það er náttúrulega ekki hægt að draga upp sterkari mynd fyrir Íslendinga heldur en það að þarna væru erlendir aðilar að eiga við sjávarauðlindina,“ segir Ólafur. Hann segist telja að það ríki skilningur hjá ESB á því að málið sé viðkvæmt og leggist illa í Íslendinga. „Af hverju skyldi því vera illa tekið? Það er heldur engu tapað þó að þetta yrði tekið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við viljum ekki innleiða þessa reglugerð að þá viljum við ekkert vera í þessu samstarfi.“ Utanríkismálanefnd mun næstu vikur fjalla áfram um þriðja orkupakkann. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir álitsgerð Stefáns Más og Friðriks auk álits Davíðs Þórs Björgvinssonar á föstudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26 „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Það eru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiði til þess að hægt verði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar í gær. Skúli kom á fund nefndarinnar til að ræða álitsgerð sína sem snýr að því hvort innleiðing þriðja orkupakkans í EES-samninginn samræmist stjórnskipunarreglum með tilliti til valdframsals til alþjóðlegra stofnana. „Það er alveg ljóst í hans álitsgerð að það eru ekki heimildir til aðila utan Íslands í þriðja orkupakkanum til ákvarðana á nýtingu auðlinda okkar. Það er heldur ekki neitt í orkupakkanum sem gefur einhverjar heimildir þannig að einhver annar geti fyrirskipað um lagningu sæstrengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá honum að vel rökstuddu máli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Áslaug Arna bendir líka á að Skúli telji framsal valdheimilda innan marka og gangi meira að segja skemur en til dæmis evrópska fjármálalöggjöfin. „Forræði á raforkumarkaði er hjá okkur og verður ekki fært frá íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þetta séu allt atriði sem hafa verið uppi í umræðunni og oft í talsverðum rangfærslum,“ segir hún. Ólafur Ísleifsson sat fundinn fyrir hönd Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem forfallaðist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða afleiðingar það hefði ef Ísland myndi ekki samþykkja innleiðingu orkupakkans ófullnægjandi. Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slíkar vangaveltur væru fyrst og fremst pólitískar spurningar. Hins vegar gætu orðið neikvæðar afleiðingar af því ef innleiðing frestaðist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu molana úr samstarfinu. Ólafur telur hins vegar að taka eigi upp viðræður við ESB um undanþágu frá innleiðingu á reglugerðinni sem snýr að ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar tekur hann undir álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. „Þeir bera þetta saman við að ESA ætti að fara ákveða fiskveiðikvótann hérna. Það er náttúrulega ekki hægt að draga upp sterkari mynd fyrir Íslendinga heldur en það að þarna væru erlendir aðilar að eiga við sjávarauðlindina,“ segir Ólafur. Hann segist telja að það ríki skilningur hjá ESB á því að málið sé viðkvæmt og leggist illa í Íslendinga. „Af hverju skyldi því vera illa tekið? Það er heldur engu tapað þó að þetta yrði tekið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við viljum ekki innleiða þessa reglugerð að þá viljum við ekkert vera í þessu samstarfi.“ Utanríkismálanefnd mun næstu vikur fjalla áfram um þriðja orkupakkann. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir álitsgerð Stefáns Más og Friðriks auk álits Davíðs Þórs Björgvinssonar á föstudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26 „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26
„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56
Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12