Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:45 Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur. Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur.
Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira