Tíu sinnum líklegra að íbúar á hættusvæði C deyi í snjóflóði en í bílslysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 19:45 Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum. Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“ Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira