„Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2019 11:00 Friðrik Ómar og Regína Ósk eru fyrstu gestir Júrógarðsins í ár. Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15