Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2019 13:00 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir,hafa tekist á undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Hótelstjórinn Árni Valur Sólonsson segir fátt halda vatni í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum sem lúta hans stjórn. Hann vandar Eflingu ekki kveðjurnar, segir stéttarfélagið ekki hafa sent neinn til að kynna innihald nýundirritaðs kjarasamnings fyrir starfsfólki sínu - sem hafi fengið greitt langt umfram taxta, bæði fyrir og eftir undirritunina. Efling sendi fréttastofum landsins yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem sagði að stéttarfélagið hefði sent Árna Val erindi „vegna ólöglegra hópuppsagna á hótelunum Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel sem hann rekur undir mismunandi kennitölum.“ Árni Valur segist ekkert bréf hafa fengið og kom því af fjöllum þegar blaðamaður Vísis bar innihald erindisins undir hann. Í því segir að í lok apríl, rétt eftir samþykkt nýrra kjarasamninga, hafi Árni Valur sent „erindi á allt starfsfólk þar sem þess var krafist að það undirritaði uppsögn á starfskjörum sínum. Þau gætu valið að vera endurráðin á nýjum launakjörum, hönnuð „með það að markmiði að lækka launakostnað,“ eins og segir í bréfi Eflingar. Ef þau samþykktu ekki á staðnum var það álitið jafngilda uppsögn.Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun.Fréttablaðið/ErnirEfling komi bónusgreiðslur ekkert við Árni Valur segir þetta rétt, hann hafi vissulega sent bréf á starfsfólk sitt þar sem kynntar voru breytingar á launakjörum. Sniðmátið hafi hann fengið frá Samtökum atvinnulífsins og segir hann breytingarnar því hafa verið kynntar „eftir bókinni.“ Honum þyki framsetning Eflingar hins vegar fyrir neðan allar hellur, „í anda þess sem hefur komið frá þeim áður í minn garð,“ eins og Árni orðar það. Hann hafi greitt starfsfólki sínu langt umfram taxta fyrir undirritun kjarasamningana, rúmar 54 þúsund krónur, og muni gera það áfram eftir breytingarnar. Umrædd launalækkun lúti aðeins að lækkun bónusgreiðslna, hótelin muni áfram greiða samkvæmt kjarasamningum og gott betur. „Það er ósköp eðlilegt að ég endurskoði bónuskerfið mitt. Ég borga ekki aðeins hærri taxta per tíma heldur einnig 35 þúsund krónur í bónusa í ofanálag. Þau verða ennþá yfirborguð um 37 þúsund krónur eftir breytingarnar,“ segir Árni Valur. „Það kemur Eflingu ekkert við hvað ég greiði fólkinu mínu í bónus,“ bætir hann við og hvetur stéttarfélögin til að líta á iðgjaldagreiðslur starfsmanna sinna. Þau reiknist sem hlutfall af launum „og ætti Efling því að geta framreiknað sig og séð hvað ég er að greiða fólkinu mínu í laun.“Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í aðdraganda verkfalls.vísir/vilhelmHópuppsögn haldi ekki vatni Í bréfi sínu segir Efling jafnframt að „nokkrum starfsmönnum hefur þegar verið sagt upp á grundvelli þessara afarkosta,“ þ.e. að það jafngilti uppsögn að samþykkja ekki fyrrnefndar breytingar. Árni Valur segir í þessu samhengi að eitt verði yfir alla starfsmenn að ganga. Gætu starfsmenn ekki fallist á breytingar var þeim tjáð að þriggja mánaða uppsagnarfrestur þeirra tæki gildi. Tveir starfsmenn, af fimmtíu, hafa sagt upp vegna breytinganna og þar af hafi annar dregið uppsögn sína til baka. Hinn starfsmaðurinn hafi ekki hætt vegna launabreytinga heldur vegna þess að vinnufyrirkomulagið hefði breyst. Umræddur starfsmaður hafi viljað áfram vera á tólf tíma vöktum í stað átta tíma vakta sem taka við eftir breytingarnar. Það sé því varla hægt að tala um hópuppsögn.Fengu enga kynningu Árni segir ekkert nýtt að Efling hafi horn í síðu sinni. Þeim laust til að mynda eftirminnilega saman í lok febrúar vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal starfsmanna hótelsins. „Ég hef aldrei skilið hvers vegna Efling vildi setja verkfall á hótel sem hefur alltaf borgað langt umfram taxta,“ segir Árni og bætir við því sem hann hefur haldið fram áður, að starfsfólk sitt hafi ekki viljað fara í verkfall. Það kemur að einhverju leyti heim og saman við ummæli starfsmanns hótelsins, sem fréttastofa ræddi við í upphafi verkfallsins. Hann bar yfirmanni sínum vel söguna.Hótelstjórinn segir Eflingu og formann félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, hafa seilst langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Félagið hafi aldrei haft samningsvilja, markmiðið hafi alltaf verið að fara í verkfall. Efling hafi ekki einu sinni sent fulltrúa sinn á hótelið til að kynna innihald nýja kjarasamningsins. Það þyki honum til marks um áhugaleysi félagsins og óvildar í sinn garð. Fram kemur í bréfi Eflingar að Árna Val hafi verið veittur sjö daga frestur til að bregðast við og draga ólögmætar uppsagnir sínar til baka. „Efling áskilur sér allan rétt til launakrafna á hendur hótelunum fyrir hönd starfsfólks í samræmi við lög og kjarasamninga.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Hótelstjórinn Árni Valur Sólonsson segir fátt halda vatni í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum sem lúta hans stjórn. Hann vandar Eflingu ekki kveðjurnar, segir stéttarfélagið ekki hafa sent neinn til að kynna innihald nýundirritaðs kjarasamnings fyrir starfsfólki sínu - sem hafi fengið greitt langt umfram taxta, bæði fyrir og eftir undirritunina. Efling sendi fréttastofum landsins yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem sagði að stéttarfélagið hefði sent Árna Val erindi „vegna ólöglegra hópuppsagna á hótelunum Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel sem hann rekur undir mismunandi kennitölum.“ Árni Valur segist ekkert bréf hafa fengið og kom því af fjöllum þegar blaðamaður Vísis bar innihald erindisins undir hann. Í því segir að í lok apríl, rétt eftir samþykkt nýrra kjarasamninga, hafi Árni Valur sent „erindi á allt starfsfólk þar sem þess var krafist að það undirritaði uppsögn á starfskjörum sínum. Þau gætu valið að vera endurráðin á nýjum launakjörum, hönnuð „með það að markmiði að lækka launakostnað,“ eins og segir í bréfi Eflingar. Ef þau samþykktu ekki á staðnum var það álitið jafngilda uppsögn.Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun.Fréttablaðið/ErnirEfling komi bónusgreiðslur ekkert við Árni Valur segir þetta rétt, hann hafi vissulega sent bréf á starfsfólk sitt þar sem kynntar voru breytingar á launakjörum. Sniðmátið hafi hann fengið frá Samtökum atvinnulífsins og segir hann breytingarnar því hafa verið kynntar „eftir bókinni.“ Honum þyki framsetning Eflingar hins vegar fyrir neðan allar hellur, „í anda þess sem hefur komið frá þeim áður í minn garð,“ eins og Árni orðar það. Hann hafi greitt starfsfólki sínu langt umfram taxta fyrir undirritun kjarasamningana, rúmar 54 þúsund krónur, og muni gera það áfram eftir breytingarnar. Umrædd launalækkun lúti aðeins að lækkun bónusgreiðslna, hótelin muni áfram greiða samkvæmt kjarasamningum og gott betur. „Það er ósköp eðlilegt að ég endurskoði bónuskerfið mitt. Ég borga ekki aðeins hærri taxta per tíma heldur einnig 35 þúsund krónur í bónusa í ofanálag. Þau verða ennþá yfirborguð um 37 þúsund krónur eftir breytingarnar,“ segir Árni Valur. „Það kemur Eflingu ekkert við hvað ég greiði fólkinu mínu í bónus,“ bætir hann við og hvetur stéttarfélögin til að líta á iðgjaldagreiðslur starfsmanna sinna. Þau reiknist sem hlutfall af launum „og ætti Efling því að geta framreiknað sig og séð hvað ég er að greiða fólkinu mínu í laun.“Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í aðdraganda verkfalls.vísir/vilhelmHópuppsögn haldi ekki vatni Í bréfi sínu segir Efling jafnframt að „nokkrum starfsmönnum hefur þegar verið sagt upp á grundvelli þessara afarkosta,“ þ.e. að það jafngilti uppsögn að samþykkja ekki fyrrnefndar breytingar. Árni Valur segir í þessu samhengi að eitt verði yfir alla starfsmenn að ganga. Gætu starfsmenn ekki fallist á breytingar var þeim tjáð að þriggja mánaða uppsagnarfrestur þeirra tæki gildi. Tveir starfsmenn, af fimmtíu, hafa sagt upp vegna breytinganna og þar af hafi annar dregið uppsögn sína til baka. Hinn starfsmaðurinn hafi ekki hætt vegna launabreytinga heldur vegna þess að vinnufyrirkomulagið hefði breyst. Umræddur starfsmaður hafi viljað áfram vera á tólf tíma vöktum í stað átta tíma vakta sem taka við eftir breytingarnar. Það sé því varla hægt að tala um hópuppsögn.Fengu enga kynningu Árni segir ekkert nýtt að Efling hafi horn í síðu sinni. Þeim laust til að mynda eftirminnilega saman í lok febrúar vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal starfsmanna hótelsins. „Ég hef aldrei skilið hvers vegna Efling vildi setja verkfall á hótel sem hefur alltaf borgað langt umfram taxta,“ segir Árni og bætir við því sem hann hefur haldið fram áður, að starfsfólk sitt hafi ekki viljað fara í verkfall. Það kemur að einhverju leyti heim og saman við ummæli starfsmanns hótelsins, sem fréttastofa ræddi við í upphafi verkfallsins. Hann bar yfirmanni sínum vel söguna.Hótelstjórinn segir Eflingu og formann félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, hafa seilst langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Félagið hafi aldrei haft samningsvilja, markmiðið hafi alltaf verið að fara í verkfall. Efling hafi ekki einu sinni sent fulltrúa sinn á hótelið til að kynna innihald nýja kjarasamningsins. Það þyki honum til marks um áhugaleysi félagsins og óvildar í sinn garð. Fram kemur í bréfi Eflingar að Árna Val hafi verið veittur sjö daga frestur til að bregðast við og draga ólögmætar uppsagnir sínar til baka. „Efling áskilur sér allan rétt til launakrafna á hendur hótelunum fyrir hönd starfsfólks í samræmi við lög og kjarasamninga.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36