Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:31 Brenton Tarrant var einn á ferð á Íslandi árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Vísir/ap Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00