Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði eftir að bíll og bifhjól rákust saman nærri hringtorginu á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðbogarsvæðisins féll bifhjólamaðurinn af hjólinu og slasaðist nokkuð, þó ekki alvarlega.
Unnið er að því að hreinsa veginn og verður hann opnaður á ný á næstu mínútum.
Miklar umferðartafir í Hafnarfirði eftir umferðarslys
Atli Ísleifsson skrifar
