Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 09:30 Luis Suarez féll nokkrum sinnum í grasið í leiknum í gær. Getty/Alex Livesey Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira