Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2019 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira