Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga Ari Brynjólfsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Þriðji orkupakkinn er eitt stærsta málið á yfirstandandi þingi en svo virðist sem áhugi almennings á málinu sé lítill segir prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira