Innlent

Henti sér á bíl og hékk þar

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig barst tilkynning um að maður hefði slasast á sláttuvél í austurborginni.
Einnig barst tilkynning um að maður hefði slasast á sláttuvél í austurborginni. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í austurborginni. Í dagbók lögreglunnar segir að í ljós hafi komið að um ágreining hafi verið að ræða. Sá sem átti að hafa orðið fyrir bíl mun hafa hent sér á bíl þess sem hann var ósáttur við og hangið á henni.

Engin slys urðu þó á fólki.

Einnig barst tilkynning um að maður hefði slasast á sláttuvél í austurborginni. Þar hafði maður skorist illa á fingrum og var hann fluttur á slysadeild.

Umferðarslys varði í Hafnarfirði um klukkan fjögur í dag þar sem báðar bifreiðarnar sem voru í slysinu urðu óökuhæfar og þurfti að fjarlægja þær með kranabíl. Ökumennirnir sluppu ómeiddir. Þá voru höfð afskipti af ökumanni bíls í Kópavogi sem reyndist ölvaður.

Þar að auki var tilkynnt um innbrot í bíl í miðborginni og innbrot í beltagröfu í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×